Veganúar
Veganúar
Samtök grænkera á Íslandi kynna Veganúar 2021
Samtök grænkera á Íslandi kynna Veganúar 2021
Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.
Veganúar á Íslandi er í samstarfi við Veganuary.com
Vegna samkomutakmarkanna verður viðburðum streymt á fjarfundakerfi Zoom og á Live streymi á Facebook síðu Veganúar.
Dagskrá:
3. janúar: Kick-off fundur
7. janúar: Hvatningardagur - Bíómynd
14. janúar: Trúnó
21. janúar: Málþing um dýravernd
28. janúar: Málþing um Fiskeldi í samstarfi við Landvernd
31. janúar: Lokahóf
Aðalstyrktaraðilar Veganúar 2021
Hvað er að vera vegan?
Veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast — eftir fremsta megni — hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu.
Afhverju að vera vegan?
Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan.
Fyrir flesta er dýravernd aðal hvatinn. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast í áskorunina en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.
Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.
Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.
Dýrin
Dýr eru ekki okkar eign og ættu ekki að vera notuð í mat, fatnað, rannsóknir eða sem afþreying.
Dýr eru skyni gæddar verur. Þau finna fyrir sársauka, geta upplifað sterkar tilfinningar og sækja í þægindi og hamingju, rétt eins og við.
Framleiðsludýr hafa bæði líkamlegar og andlegar þarfir sem ekki eru uppfylltar og besta leiðin til að binda enda á þjáningu þeirra er að borða eitthvað annað.
Umhverfið
Að gerast vegan er auðveldasta og áhrifaríkasta leiðin til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna. Það er staðreynd að bara það eitt að snúa sér að vegan mataræði hefur meiri jákvæð áhrif á umhverfið en t.d. að hætta að keyra bílinn þinn. Það getur m.a. minnkað losun þína á gróðuhúsalofttegundum um allt að 50% og stuðlað að björgun villtra dýra í útrýmingarhættu.
Heilsa
Niðurstöður úr könnunum sýna að heilsa er næst stærsta ástæðan fyrir því að fólk gerist vegan. Ekkert kólesteról er að finna í jurtaríkinu, veganismi getur stuðlað að bættu jafnvægi líkamsþyngdar, lækkað blóðþrýsting og dregið úr líkum á sykursýki og hjartasjúkdómum svo eitthvað sé nefnt.
Fleiri og fleiri eru ákveðið að víkja frá dýraafurðum til að berjast gegn hinum ýmsu heilsufarsvandamálum. Aðrir segja frá bættri heilsu í formi meiri orku og frískleika og halda því fram að þeim hafi aldrei liðið betur. Sögur af árangursríkum vegan íþróttastjörnum fjölgar og veganismi fær reglulega heilsutengda umfjöllun í fjölmiðlum.
Næring
Það að fá öll helstu næringarefnin úr fæðunni er auðvelt þegar þú ert vegan. Þú þarft bara að vita hvar þau er að finna og samfélag vegan fólks á Íslandi er allt af vilja gert að vísa þér veginn. Fjölbreytt vegan fæða er lykilatriði. Góð þumalputtaregla er að borða á hverjum degi alla liti regnbogans og restin sér um sig sjálf.
Áhugaverðir hlekkir
Uppskriftarbók Veganúar
Grænar og vænar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna
Smellið hér til að nálgast uppskriftarbókina!
Okkur þætti vænt um að þeir sem nota bókina styrktu samtökin. Margt smátt gerir eitt stórt og gerir okkur auðveldara að standa fyrir þeim viðburðum og fræðslu sem við höldum úti.
Mælum með upphæð 1.500,- kr. en allt telur.
Kt. 600613-0300 Reikningsnúmer: 526-26-600613
x
Veganúar matarplön
Góður undirbúningur er lykill að árangri og hugmyndir að spennandi máltíðum gera Veganúar bæði auðveldari og ljúffengari. Þess vegna höfum við safnað saman þremur ólíkum matarplönum með uppskriftum sem gefa þér hugmynd um hvernig máltíðir vikunnar geti litið út.
Hvort sem þú tekur þátt sem einstaklingur eða hefur alla fjölskylduna á vegan fæði í janúar getur þú nýtt matarplönin okkar til að skipuleggja þig og viðhalda fjölbreytni.
Jafnvel þeir sem stunda hreyfingu og kjósa viðbætt prótein geta auðveldlega viðhaldið sínum lífsstíl á vegan orkugjöfum!
Handhæga planið
Almennt matarplan frá Veganuary og Samtökum grænkera. Hérna er eitthvað fyrir alla!
Ræktarplanið
Hugmyndir að hollustu er hér með einstaklega gott matarplan fyrir ræktina og fólk á ferðinni.
Vegan viku matarplan
Einfalt og gott matarplan fyrir eina viku, með áætlun fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat og millimál þar á milli.
Styrktaraðilar Veganúar 2021
Viltu vera með í Veganúar í ár?
Veganúar er stærsta vegan-hreyfing í heiminum í dag og hvetur fólk að prófa að vera vegan í janúarmánuði og út í gegn árið
Veganúar 2021