• Áramótaheit sem gerir þér, dýrunum og jörðinni gott

  Í janúar á hverju ári máta hundruðir þúsunda einstaklinga um allan heim sig við vegan lífstílinn, sem felst í því

  að forðast - eftir fremsta megni - hagnýtingu dýra og ofbeldi gagnvart þeim.

   

  Árið 2021 tóku rúmlega 580.000 manns þátt í Veganúar um allan heim.

   

  Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í átakinu á Íslandi; veitingastaðir setja nýja vegan rétti á matseðla, matvöruverslanir bjóða upp á tilboð á vegan vörum og Samtök grænkera standa fyrir fræðandi og nærandi viðburðum. Þannig er þér auðveldað að prófa vegan í janúar.

   

  Veganúar á Íslandi er í samstarfi við Veganuary.com.

 • Aðalstyrktaraðilar
  Veganúar 2022

 • Aðrir styrktaraðilar
  Veganúar 2022

 • Umfjöllun í fjölmiðlum

  Hér höfum við tekið saman umfjöllun um Veganúar 2022 í fjölmiðlum

  Hvers vegan ekki?

  Pistill á Vísi frá Valgerði Árnadóttur, formanni Samtaka grænkera, í tilefni af upphafi Veganúar.

  Morgunútvarp Rásar 2

  Elín Sandra Skúladóttir ræddi um heilsufarslegan ávinning grænkerafæðis í Morgunútvarpi Rásar 2.

  Mannlegi þátturinn á Rás 2

  Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, ræddi almennt um Veganúar 2022 í Mannlega þættinum á Rás 2.

  Reykjavík síðdegis á Bylgjunni

  Axel F. Friðriksson ræddi m.a. um fjárhagslegan og siðferðislegan ávinning vegan lífsstíls í Reykjavík Síðdegis.

  Kvennaklefinn á Hringbraut

  Valgerður og Björk ræddu Veganúar í Kvennaklefanum, ásamt Ingibjörgu, sem er að taka þátt í Veganúar í fyrsta skipti.