
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
- …
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
- …
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
Helga Óskarsdóttir
Helga Óskarsdóttir er dýraunnandi af sterkustu gerð, hafandi unnið sem sjálfboðaliði fyrir Villiketti og verið fyrirmynd fyrir allt góða fólkið sem hana umvefur í þeim málum, og þau hennar!
Hver eru þín helstu afrek/þitt mesta stolt?
Mitt helsta stolt er að hafa tekið vegan skrefið. Einnig er ég stolt af því hvað ég bjargaði mörgum villikisum og kettlingum inn í öryggi og hlýju þegar ég var sjálfboðaliði hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir. Svo er ég að sjálfsögðu stolt af börnunum og flotta barnabarnahópnum okkar.
Hversu lengi hefur þú verið vegan og hvað varð til þess að þú varðst það?Ég hætti alveg að borða kjöt 1. nóvember 2013, tók svo þátt í Veganúar 2017 og þá var ekki aftur snúið, það eru þá komin 8 vegan ár. Yngsta barnið mitt hætti að borða kjöt þegar hún var 11 ára, hún tilkynnti það eftir matarboð um páska þar sem svínakjöt var í matinn. Hún hefur verið minn mesti áhrifavaldur og hefur opnað augu ansi margra sem hafa í kjölfarið hætt að borða kjöt. Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki snúist á réttan veg fyrr. Maðurinn minn hætti líka mjög fljótlega að borða kjöt enda var það ekki eldað á heimilinu fljótlega eftir árið 2013.
Hvernig voru fyrstu skrefin í átt að veganisma? Var eitthvað auðveldara eða erfiðara en þú gerðir ráð fyrir?
Mér fannst mjög auðvelt að taka þessi skref og fann ekki fyrir neinni löngun í dýraafurðir, fann bara fyrir létti. Það er svo gott að vita að enginn þurfi að þjást fyrir matinn minn. Við höfum í gegnum árin átt mörg dýr, kisur, hunda, hesta og kanínur. Fyrir 4 árum ættleiddum við lamb sem var á leið í sláturhúsið, þessi kind er núna í sveitinni og fær að lifa sínu lífi.
Hver voru upphafleg viðbrögð þinna nánustu? Hefur eitthvað breyst síðan?
Viðbrögð minna nánustu voru að mestu leiti góð, foreldrar mínir voru vön þessu hjá barnabarni sínu og þetta kom þeim ekki á óvart, systir mín stökk svo fljótlega á vagninn og einnig sonur hennar. Einn sonur okkar hjóna og konan hans borða ekki kjöt og eru á góðri leið að taka allt út. Svo veit ég að allavega þrjár ömmustelpur bætast à Vegan vagninn innan skamms. Einnig er ein bróðurdóttir mín Vegan.
Hvað er það auðveldasta og erfiðasta við þennan lífstíl/þetta siðferði?
Mér finnst rosa erfitt að upplifa afneitunina hjá svo mörgum, hvað fólk er almennt fast í hefðum og ekki tilbúið að breyta neinu, fólk sem á börn og barnabörn og ætti að vita hve víðtæk áhrif kjötneysla hefur á framtíð barna þeirra bæði heilsufarslega og á loftslagið. Einnig er mjög erfitt að horfa uppá hvað illa er farið með dýr víða, finn til með þeim alla daga.
Hvað myndirðu ráðleggja þeim sem eru að taka sín fyrstu skref?
Ekki vera of hörð við ykkur, engin er fullkomin og alveg eðlilegt að eitthvað klikki á leiðinni, einnig er gott fá leiðsögn hjá einhverjum grænkera sem þið þekkið eða inná Vegan Ísland á FB. Googla uppskriftir. Á hverju ári bætast við nýjar vörur í búðum og flestir veitingastaðir bjóða uppá eitthvað vegan. Svo er extra skemmtilegt að fara erlendis því þar er hægt að finna svo marga 100% vegan veitingastaði, það er svo gaman að fara á staði þar sem allt er Vegan.
Þetta viðtal birtist fyrst í fréttabréfi Veganúar 2026.
Við hvetjum áhugasöm um að skrá sig á næsta ári til að missa ekki af neinu!
Veganúar 2026

