• Lowana Veal

    Lowana hefur verið grænmetisæta frá 9unda áratugnum og vegan í fleiri ár sömuleiðis.

    Hún er öflugur grænmetisbóndi og verið partur af samtökunum frá stofnun þeirra.
    Lowana er fyrirmynd ótal margra og við þökkum henni fyrir allan hennar metnað og staðfestu í starfi! 🌱

  • Fullt nafn, fornafn og titill.
    Lowana Veal, oftast kölluð Lóa (hún).

    Hver eru þín helstu afrek/þitt mesta stolt?

    Að flytja ein frá Ástralíu aftur til Bretlands þegar ég var 22 ára (við höfum flutt þángað til Ástralíu þegar ég var 13 ára) og svo aftur ein frá Bretlandi til Íslands þegar ég var fertug.


    Hversu lengi hefur þú verið vegan og hvað varð til þess að þú varðst það?

    Ég var orðin grænmetisæta árið 1983 í Bretlandi af því að flest vinafólk mitt var grænmetisæta og ég vildi ekki drepa dýr sjálf né sjá aðra að gera það fyrir mig, en ég notaði aldrei mjólkurvörur eins og mjólk, rjóma, jógurt o.s.fv. (ég kastaði upp einu sinni þegar ég var 8 ára en þyrfti að drekka mjólk í skóla). En samt var ég meira og minna vegan – keypti eitt lítinn kassa af eggjum á ári þegar ég sá hænur að labba um garð – en ég held það var febrúar 2019 þegar ég var orðin alveg vegan.


    Hvernig voru fyrstu skrefin í átt að veganisma? Var eitthvað auðveldara eða erfiðara en þú gerðir ráð fyrir?

    Fyrsta skref: Af því að ég var orðin grænmetisæta á tíma þegar það var lítið um gervikjöt o.s.fv. í boði og ég lærði að nota baunir, fræ, o.s.fv. í matseld (ég hef alltaf elskað hnetur) var það mjög auðveld að vera vegan. Það þyrfti í raun bara að breyta hvaða kökur/ kex/ nammi ég borðaði, auk þess var það auðveldari þegar Smjörbar kom til landsins. Ég saknaði aldrei osta!


    Hver voru upphafleg viðbrögð þinna nánustu? Hefur eitthvað breyst síðan?

    Núverandi kærasti saknaði þess að borða ost og drekka vín saman stundum á kvöldin þegar ég var orðin vegan en hann er alls ekki vegan. Hann gera grín af mér stundum en segir samt að veganismi er framtíðin og hann dáist af allan mat sem ég bý til – morgunmat, hádegismat, kvöldmat.

    Hvað er það auðveldasta og erfiðasta við þennan lífstíl/þetta siðferði?

    Ekkert var erfitt, allt var mjög auðvelt. Jafnvel þegar ég var grænmetisæta var fólk að dáist yfir matinn sem ég bjó til.

    Hvað myndiru ráðleggja þeim sem eru að taka sín fyrstu skref?

    Það er mjög auðveld að steikja grænmeti með tófú/ tempeh/ baunir/ hnetur/ fræ og eins konar korn – hrísgrjón, kúskús, hirsi o.s.fv. Gerið hnetusósu fyrir grænmeti eða tahíni-sósu. Farið á vegan veitingastaða og fáið hugmyndir frá réttum sem eru á matseðil þarna. Ekki vera hrædd(ur) að spyrja um ráð á Vegan Ísland eða frá vegan vinafólki. Komið á viðburði sem SGÍ eru með á árinu.

    Er einhver spurning sem þú hefðir viljað fá/Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

    Manni líður mjög vel á vegan mataræði.

    Takk elsku Lóa fyrir að deila þinni vegferð með okkur og sýna að hægt er að taka vegan skrefið hvenær sem er og að mataræði maka eða annarra fjölskyldumeðlima þarf ekki að segja til um eigið val.

    Þetta viðtal birtist fyrst í fréttabréfi Veganúar 2026.

    Við hvetjum áhugasöm um að skrá sig á næsta ári til að missa ekki af neinu!