• background image
  • Heilsan

    Vegan mataræði getur haft margvísleg jákvæð áhrif

    Niðurstöður úr könnunum sýna að heilsa er næstalgengasta ástæða þess að fólk gerist vegan. Ekkert kólesteról er að finna í jurtaríkinu og veganismi getur stuðlað að bættu jafnvægi líkamsþyngdar, lækkað blóðþrýsting og dregið úr líkum á sykursýki og hjartasjúkdómum, svo eitthvað sé nefnt.

     

    Sífellt fleira fólk tekur þá ákvörðun að hætta neyslu dýraafurða til að berjast gegn hinum ýmsu heilsufarsvandamálum. Önnur segja frá bættri heilsu í formi meiri orku og frískleika og halda því fram að þeim hafi aldrei liðið betur. Sögum af árangursríkum vegan íþróttastjörnum fjölgar og veganismi fær reglulega heilsutengda umfjöllun í fjölmiðlum.

     

    Það að fá öll helstu næringarefnin úr fæðunni er auðvelt þegar þú ert vegan. Þú þarft bara að vita hvar þau er að finna og samfélag vegan fólks á Íslandi er allt af vilja gert að vísa þér veginn. Fjölbreytt vegan fæða er lykilatriði. Góð þumalputtaregla er að borða á hverjum degi alla liti regnbogans og restin sér um sig sjálf.