Veganúar bíódagur

Veganúar hvetur til áhorfs á fræðslumyndir, heimildaþætti og bíómyndir sem fjalla um ýmist tengt veganisma og umhverfismál.
Fylgist með hér í hópnum, hægt verður að sækja myndirnar á streymisveitur og youtube

Hér má finna lista yfir bíómyndir sem gott er að kynna sér í veganúar:

Dominion

Mynd sem fjallar um hvernig dýr eru notuð í fataiðnaði, til skemmtunar og dýraprófana í læknavísinda- lyfja- og snyrtivöruiðnaðinum, og hvernig dýr eru notuð til matvælaframleiðslu.

https://www.dominionmovement.com/watch

broken image

The Game Changers

Fjallar í grófum dráttum um afreks-íþróttamenn sem nærast á plöntumiðuðu fæði og hvernig það hefur hjálpað þeim að ná hámarksárangri. Að baki myndinni eru stór nöfn í skemmtana- og íþróttaheiminum, svo sem Arnold Schwarzenegger, Jackie Chan, James Cameron og Novak Djokovic.

Netflix https://www.netflix.com/is/title/81157840?ad=true...

broken image

Okja eftir Bong Joon-Ho (Parasite)

Þessi ævintýramynd sem er með vísindaskáldsögulegu ívafi fjallar um stúlku sem gerir allt til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki læsi klóm sínum í vin hennar sem er mjög hárugt skrímsli. Með aðalhlutverk fara þau Tilda Swinton, Jake Gyllenhaal, Lily Collins og Paul Dano. Netflix framleiðir myndina.

https://www.netflix.com/is/title/80091936

broken image

Vegan 2020 er eins og nafnið gefur til kynna nýjasta myndin um veganisma. Hún fjallar um uppruna og áhrif kórónuveirunnar á dýraafurðaframleiðslu og neysluvenjur fólks í kjölfarið.

Mjög áhugaverð heimildarmynd, passlega stutt og hægt að sjá frítt á Youtube.

https://www.youtube.com/watch?v=ExOPTFRcR5I

broken image

Cowspiracy

Myndin fjallar um umhverfisáhrif kjötframleiðslu og hvernig umhverfis- og náttúruverndarsamtök hafa ekki staðið sig í því að fjalla um umhverfisáhrif þessa iðnaðar. Þetta verður í fyrsta skipti sem náttúruverndarsamtök á Íslandi láta sig þennan málaflokk varða.

Myndina má finna á Netflix og hér á youtube:

https://youtu.be/AbV4t23YdwU

broken image

Earthlings tekur á ótrúlega víðu sviði, allt frá sláturhúsum, tilraunum á dýrum, framleiðslu á gæludýrum og svo notkun okkar á pelsum og leðri. Myndin sem er talsett af Joaquin Phoenix kom upphaflega út árið 2005 og hefur hún hlotið nokkur verðlaun í flokki heimildarmynda. Myndin tók um 5 ár í framleiðslu og er notast mikið við faldar myndavélar.

Myndin er ekki fyrir viðkvæma.

https://youtu.be/3XrY2TP0ZyU

broken image

Blackfish

Heimildarmyndin Blackfish fjallar um hörmulegar afleiðingar þess að halda háhyrningum föngnum og nota sem sýningardýr, eins og tíðkast víða um heim. Í myndinni er fjallað um háhyrninginn og sýningardýrið Tilikum sem varð þremur mönnum að bana, m.a. háhyrningaþjálfara árið 2010. Höfundur myndarinnar er Gabriela Cowperthwaite. Metacritic: 83/100

https://www.netflix.com/title/70267802

broken image

Forks over knives

Þetta er mynd sem getur breytt lífi þínu. Heimildamynd sem fjallar um “The China study”, rannsókn sem spannaði 20 ár og fylgdist með þúsundum manna í Kína og BNA og matarræði þeirra. Hún varpar ljósi á það hvernig mataræði tengist sjúkdómum og hvort að við getum minnkað hættu á þeim með breyttu mataræði og jafnvel snúið þeim tilbaka!

https://www.forksoverknives.com/the-film/

broken image

Fleiri myndir sem hægt er að nálgast á streymisveitum:

 

Hogwood

A modern horror story (2020) Leynimyndataka innan úr breskum verksmiðjubúum.

Amazon Prime, Google Play, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt12185108/

 

Kindred Creatures (2020)

Fjallar um líf húsdýra og dýraathvörf. Amazon Prime, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt11152854/

 

Butenland (2020)

Þýsk kvikmynd um bónda sem breytir bóndabæ sínum í dýraathvarf. Amazon Prime https://www.amazon.com/Butenland-Jan-Gerdes/dp/B08F216ZM7

 

 

Nureongi (2020)

Fjallar um hundaát í S. Kóreu. Amazon Prime, Google Play, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt13097632/

 

Countdown to Year Zero (2019)

Áhrif loftslagsbreytinga á dýralíf. Amazon Prime, Google Play, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt11094420/