Return to site

Veganúar bíódagur

Veganúar hvetur til áhorfs á fræðslumyndir, heimildaþætti og bíómyndir sem fjalla um ýmist tengt veganisma og umhverfismál.
Fylgist með hér í hópnum, hægt verður að sækja myndirnar á streymisveitur og youtube

Hér má finna lista yfir bíómyndir sem gott er að kynna sér í veganúar:

Dominion

Mynd sem fjallar um hvernig dýr eru notuð í fataiðnaði, til skemmtunar og dýraprófana í læknavísinda- lyfja- og snyrtivöruiðnaðinum, og hvernig dýr eru notuð til matvælaframleiðslu.

https://www.dominionmovement.com/watch

The Game Changers

Fjallar í grófum dráttum um afreks-íþróttamenn sem nærast á plöntumiðuðu fæði og hvernig það hefur hjálpað þeim að ná hámarksárangri. Að baki myndinni eru stór nöfn í skemmtana- og íþróttaheiminum, svo sem Arnold Schwarzenegger, Jackie Chan, James Cameron og Novak Djokovic.

Netflix https://www.netflix.com/is/title/81157840?ad=true...

Okja eftir Bong Joon-Ho (Parasite)

Þessi ævintýramynd sem er með vísindaskáldsögulegu ívafi fjallar um stúlku sem gerir allt til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki læsi klóm sínum í vin hennar sem er mjög hárugt skrímsli. Með aðalhlutverk fara þau Tilda Swinton, Jake Gyllenhaal, Lily Collins og Paul Dano. Netflix framleiðir myndina.

https://www.netflix.com/is/title/80091936

Vegan 2020 er eins og nafnið gefur til kynna nýjasta myndin um veganisma. Hún fjallar um uppruna og áhrif kórónuveirunnar á dýraafurðaframleiðslu og neysluvenjur fólks í kjölfarið.

Mjög áhugaverð heimildarmynd, passlega stutt og hægt að sjá frítt á Youtube.

https://www.youtube.com/watch?v=ExOPTFRcR5I

Cowspiracy

Myndin fjallar um umhverfisáhrif kjötframleiðslu og hvernig umhverfis- og náttúruverndarsamtök hafa ekki staðið sig í því að fjalla um umhverfisáhrif þessa iðnaðar. Þetta verður í fyrsta skipti sem náttúruverndarsamtök á Íslandi láta sig þennan málaflokk varða.

Myndina má finna á Netflix og hér á youtube:

https://youtu.be/AbV4t23YdwU

Earthlings tekur á ótrúlega víðu sviði, allt frá sláturhúsum, tilraunum á dýrum, framleiðslu á gæludýrum og svo notkun okkar á pelsum og leðri. Myndin sem er talsett af Joaquin Phoenix kom upphaflega út árið 2005 og hefur hún hlotið nokkur verðlaun í flokki heimildarmynda. Myndin tók um 5 ár í framleiðslu og er notast mikið við faldar myndavélar.

Myndin er ekki fyrir viðkvæma.

https://youtu.be/3XrY2TP0ZyU

Blackfish

Heimildarmyndin Blackfish fjallar um hörmulegar afleiðingar þess að halda háhyrningum föngnum og nota sem sýningardýr, eins og tíðkast víða um heim. Í myndinni er fjallað um háhyrninginn og sýningardýrið Tilikum sem varð þremur mönnum að bana, m.a. háhyrningaþjálfara árið 2010. Höfundur myndarinnar er Gabriela Cowperthwaite. Metacritic: 83/100

https://www.netflix.com/title/70267802

Forks over knives

Þetta er mynd sem getur breytt lífi þínu. Heimildamynd sem fjallar um “The China study”, rannsókn sem spannaði 20 ár og fylgdist með þúsundum manna í Kína og BNA og matarræði þeirra. Hún varpar ljósi á það hvernig mataræði tengist sjúkdómum og hvort að við getum minnkað hættu á þeim með breyttu mataræði og jafnvel snúið þeim tilbaka!

https://www.forksoverknives.com/the-film/

Fleiri myndir sem hægt er að nálgast á streymisveitum:

 

Hogwood

A modern horror story (2020) Leynimyndataka innan úr breskum verksmiðjubúum.

Amazon Prime, Google Play, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt12185108/

 

Kindred Creatures (2020)

Fjallar um líf húsdýra og dýraathvörf. Amazon Prime, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt11152854/

 

Butenland (2020)

Þýsk kvikmynd um bónda sem breytir bóndabæ sínum í dýraathvarf. Amazon Prime https://www.amazon.com/Butenland-Jan-Gerdes/dp/B08F216ZM7

 

 

Nureongi (2020)

Fjallar um hundaát í S. Kóreu. Amazon Prime, Google Play, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt13097632/

 

Countdown to Year Zero (2019)

Áhrif loftslagsbreytinga á dýralíf. Amazon Prime, Google Play, Apple TV https://www.imdb.com/title/tt11094420/

All Posts
×

Almost done…

We just sent you an email. Please click the link in the email to confirm your subscription!

OK